Lífið

Wesley Snipes dæmdur í þriggja ára fangelsi

Hollywoodleikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Leikarinn skilaði ekki inn skattframtölum sínum fyrir árin 1999 til 2001. Lögmenn Snipes fóru fram á milda refsingu þar sem um minniháttar afbrot væri að ræða og leikarinn bauð fram 5 milljón dollara greiðslu í réttarhaldinu.

Dómari í málinu sagði hinsvegar að Snipes væri þekktur leikari sem hefði sýnt skattyfirvöldum lítilsvirðingu og þungur dómur yfir honum hefði því fyrirbyggjandi áhrif.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.