Lífið

Amy á leið til yfirheyrslu

Amy var ekki glöð á leið til lögreglunnar.
Amy var ekki glöð á leið til lögreglunnar.
Amy Winehouse mætir til yfirheyrslu hjá lögreglu í dag til að skýra sína hlið mála eftir að maður sakaði hana um að hafa skallað sig fyrir utan bar í vikunni.

Tárin flóðu þegar söngkonan yfirgaf heimili sitt fyrir nokkrum klukkustundum, og hélt til fundar við Scotland Yard. Samkvæmt heimildum dagblaðsins The Sun er hún þó ekki enn mætt til skýrslutökunnar.

Henni er gefið að sök að hafa skallað mann sem ætlaði að hjálpa henni að ná í leigubíl aðfaranótt 23. apríl. Nærstaddir sögðu söngkonuna vera í annarlegu ástandi, og skapilla með eindæmum. Annar maður segist hafa orðið fyrir barðinu á henni þetta kvöld. Sá segir hana hafa ráðist á sig þegar hann neitaði að yfirgefa pool-borð sem hana langaði til að nota.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.