Lífið

Whitney klúðrar tónleikum

MYND/Getty
Whitney Houston þarf að taka sig duglega saman í andlitinu ef hún ætlar að slá aftur í gegn. Lifandi sönnun þessa voru tónleikar hennar á jazzhátíð í Tobago á dögunum.

Whitney var ein af stórstjörnunum á lokakvöldi hátíðarinnar, þar sem fram komu kanónur á borð við Shakiru, Rod Stewart og Diönu Ross. Dívan steig á sviðið í glæsilegum kjól, sem reyndist svo vera eini ljósi punkturinn í atriðinu.

Söngkonan staulaðist um á sviðinu, gleymdi textunum sínum, og þakkaði íbúum Trinidad ítrekað fyrir gestrisnina. Það féll í grýttan jarðveg hjá nærstöddum, sem höfðu fram að þessu talið sig vera á Tobago. Tónleikarnir áttu að vara í 45 mínútur. Eitthvað virðist henni hafa liðið illa á sviðinu, því eftir að hafa bögglast í gegnum nokkra af slögurum sínum stakk hún af. 20 mínútum eftir að hún byrjaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.