Lífið

Friðrik söng í hlýrabol í London

Þrettán hundruð manns sungu með Evróvisjónframlagi Íslendinga, This is My Life, þegar Eurobandið tók lagið í Scalaklúbbnum í London um helgina.

„Þetta var þvílíkur vettvangur, það kunnu allir textann og sungu með," segir Friðrik Ómar, þreyttur en ánægður með helgina.

Það hefur líklega ekki vakið minni ánægju gesta að Friðrik var heldur léttklæddari en venjulega við flutning lagsins, en hann var í hlýrabol. Stífar æfingar síðustu vikna eru farnar að skila sér, og fannst Friðriki því kominn tími á að sýna handleggina. „Svo var bara ógeðslega heitt þarna," segir Friðrik.

Það var Eurovisionvefsíðan EscToday sem stóð fyrir tónleikunum. Meðal annarra sem komu fram voru fulltrúar Úkraínu, Noregs, Rúmeníu, Bosníu og Hersegóvínu, Póllands, Möltu og Armeníu.

Friðrik segir að laginu hafi verið vel tekið og því sé spáð velgengni keppninni í lok maí. Hann og Regína passi sig þó að taka ekki of mikið mark á þeim spám. „Þetta veltur allt á performansinum á lokakvöldinu," segir Friðrik. „Ef maður hrasar í polli á sviðinu og rennur á rassinn er maður dauður."

Myndband frá ferð sveitarinnar má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.