Lífið

Elizabeth Hurley reið og sár - myndir

Liz Hurley er reið þessa dagana.
Liz Hurley er reið þessa dagana.

Fyrirsætan Elizabeth Hurley, sem er gift milljarðamæringnum Arun Nayar, blótaði ljósmyndurum sem mynduðu hana í London, í sand og ösku með tilheyrandi fingramáli eins og myndirnar sýna.

Hurley er reið og sár þessa dagana enda er ekki farið fögrum orðum um hana í erlendu pressunni. Nýverið var hætt við fyrirtöku á máli stúlku sem vann fyrir Hurley og ríka eiginmann hennar. Stúlkan, sem heitir Violet, hélt því fram að hjónin hafi aðeins greitt sér tæpar 200 krónur á tímann og leitaði því réttar síns.

Hurley og Nayar borguðu stúlkunni himinháa fjárhæð fyrir að hætta við málshöfðunina og með því skilyrði að hún tjáði sig ekki opinberlega um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.