Lífið

Símaskráin aldrei verið vinsælli

Hugleikur Dagsson kynnir stoltur Símaskrána 2008 sem kom út í síðustu viku.
Hugleikur Dagsson kynnir stoltur Símaskrána 2008 sem kom út í síðustu viku.

Greinilegt er að samstarf Símaskrárinnar og Hugleiks Dagssonar hefur virkað mjög vel því fyrsta upplag Símaskrárinnar 2008 hefur að mestu klárast hjá Já sem sér um dreifingu hennar. „Áhuginn á bókinni hefur komið mjög á óvart og eru þetta bestu viðtökur sem Símaskráin hefur fengið frá upphafi," segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri Símaskrárinnar í fréttatilkynningu frá Já.

„Símaskráin hefur aldrei áður farið svona hratt út, venjulega skiptir okkur ekki neinu máli að fá skrárnar sendar til landsins í tveimur sendingum. Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum, við erum þakklát fyrir það en erum á sama tíma mjög leið yfir því að geta ekki afgreitt alla strax. Við biðjum fólk um að sýna okkur þolinmæði og við munum kynna það vel þegar seinni sendingin kemur til landsins um miðjan júní."

Símaskráin kom út síðastliðinn miðvikudag en í henni er myndasagan Garðarshólmi eftir Hugleik og teygir hún sig yfir megnið af bókinni. Því verður að teljast líkleg að vinsældir Símaskrárinnar sé Hugleiki að þakka fremur en símanúmerunum sjálfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.