Alþingi gefið utan undir með bráðabirgðalögum 9. júní 2008 12:30 Formaður þingflokks frjálslyndra segir ríkisstjórnina hafa gefið Alþingi utan undir þegar hún samþykkti bráðabirgðalög um Viðlagatryggingu Íslands vegna Suðurlandsskjálftans. Hann segir að bregðast verði við sívaxandi áráttu einstakra ráðherra til að beita bráðabirgðalagavaldi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, að tillögu viðskiptaráðherra, bráðabirgðalög um breytingu ákvæða laga um Viðlagatryggingu Íslands þar sem kveðið er á um að sjálfsábyrgð vegna náttúruhamfara lækki úr 85 þúsund krónum niður í 20 þúsund krónur. Var þetta gert vegna ábendinga um að sjálfsábyrgð vegna tjóna á lausafjármunum væri of há miðað við það sem gengur og gerist hjá vátryggingafélögunum. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir í pistli á heimasíðu sinni að með þessu hafi ríkisstjórnin enn og aftur gefið Alþingi utan undir með síendurtekinni setningu bráðabirgðalaga á meðan ekkert sé því til fyrirstöðu að kalla saman þingið. Kristinn segir að bregðast verði við áráttu einstakra ráðherra til að beita þessu valdi því þannig komist þeir hjá því að leggja mál fyrir þingið og standa fyrir máli sínu þar. Þess í stað verður búið að greiða út bætur samkvæmt hinum nýju skilmálum þegar þing kemur saman í haust og því verði löggjafinn einfaldlega að sætta sig við orðinn hlut. Kristinn efast jafnframt um framkvæmd laganna. Með þeim hafi ráðherra gefið sér heimild til að hækka sjálfsábyrgðina hvenær sem honum þóknast og því geti hún verið breytileg frá einu tjóni til annars. Í stað þess að breyta tryggingaskilmálunum hefði ráðherra frekar átt að setja ákvæði um sérstakar greiðslur til tjónþola. Þeir sem þegar hafa sótt sér bætur vegna tjóna í jarðskjálftunum á Suðurlandi geta nú leitað til tryggingafélaganna til að fá leiðréttingu í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem og þeir sem urðu fyrir tjóni sem nemur lægri upphæð en 85 þúsund krónum. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Formaður þingflokks frjálslyndra segir ríkisstjórnina hafa gefið Alþingi utan undir þegar hún samþykkti bráðabirgðalög um Viðlagatryggingu Íslands vegna Suðurlandsskjálftans. Hann segir að bregðast verði við sívaxandi áráttu einstakra ráðherra til að beita bráðabirgðalagavaldi. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi, að tillögu viðskiptaráðherra, bráðabirgðalög um breytingu ákvæða laga um Viðlagatryggingu Íslands þar sem kveðið er á um að sjálfsábyrgð vegna náttúruhamfara lækki úr 85 þúsund krónum niður í 20 þúsund krónur. Var þetta gert vegna ábendinga um að sjálfsábyrgð vegna tjóna á lausafjármunum væri of há miðað við það sem gengur og gerist hjá vátryggingafélögunum. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, segir í pistli á heimasíðu sinni að með þessu hafi ríkisstjórnin enn og aftur gefið Alþingi utan undir með síendurtekinni setningu bráðabirgðalaga á meðan ekkert sé því til fyrirstöðu að kalla saman þingið. Kristinn segir að bregðast verði við áráttu einstakra ráðherra til að beita þessu valdi því þannig komist þeir hjá því að leggja mál fyrir þingið og standa fyrir máli sínu þar. Þess í stað verður búið að greiða út bætur samkvæmt hinum nýju skilmálum þegar þing kemur saman í haust og því verði löggjafinn einfaldlega að sætta sig við orðinn hlut. Kristinn efast jafnframt um framkvæmd laganna. Með þeim hafi ráðherra gefið sér heimild til að hækka sjálfsábyrgðina hvenær sem honum þóknast og því geti hún verið breytileg frá einu tjóni til annars. Í stað þess að breyta tryggingaskilmálunum hefði ráðherra frekar átt að setja ákvæði um sérstakar greiðslur til tjónþola. Þeir sem þegar hafa sótt sér bætur vegna tjóna í jarðskjálftunum á Suðurlandi geta nú leitað til tryggingafélaganna til að fá leiðréttingu í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem og þeir sem urðu fyrir tjóni sem nemur lægri upphæð en 85 þúsund krónum.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Sigfús, Baldur og Hlynur leiða hjá Okkar borg Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira