Innlent

Framsókn flýtir flokksþingi sem taka á ákvörðun um aðildarviðræður

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins samþykkti í kvöld að flýta flokksþingi fram í janúar og að fyrir þingið yrði lögð tillaga um að flokkurinn samþykkti að gengið yrði til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Til stóð að halda flokksþing í mars.

Flokksþing hefur æðsta vald í málefnum Framsóknarflokksins. Á heimasíðu flokksins segir að þingið ákveðimeginstefnu Framsóknarflokksins í landsmálum til næstu tveggja ára og setur flokknum lög. Þar er einnig æðsta stjórn flokksins kosin, það er að segja formaður, varaformaður og ritari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×