Íslenski boltinn

Ásmundur framlengir við Fjölni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Mynd/E. Stefán

Ásmundur Arnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun þjálfa liðið að óbreyttu næstu tvö árin.

„Þetta var auðvelt ferli enda líður mér afskaplega vel hjá Fjölni. Þetta gekk fljótt og auðveldlega fyrir sig," sagði Ásmundur í samtali við Vísi.

Nú hefur komið í ljós að Fram og Fjölnir eiga nú í viðræðum um mögulega sameiningu félaganna en Ásmundur segir að það hafi ekki haft áhrif á sínar viðræður.

Þó er ljóst að ef sameiningar kæmi myndu liðin tefla fram sameiginlegu liði og því óljóst með stöðu leikmanna og þjálfara beggja liða.

„Þetta á allt eftir að koma betur í ljós og þetta ferli rétt að byrja. Ef aðstæður breytast munum við taka á því þegar þar að kemur. Annars væri það ekkert mál að vinna með Þorvaldi (Örlygssyni, þjálfara Fram)," sagði hann í léttum dúr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×