Lífið

Sungið í tveggja tonna hátölurum í minningu Villa Vill

Frá uppsetningu á búnaði í Laugardalshöllinn í dag.
Frá uppsetningu á búnaði í Laugardalshöllinn í dag.

Mikið hefur verið lagt í hljóð- og myndbúnað fyrir þrenna tónleika til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni, söngvara, sem haldnir verða í Laugardagshöll í kvöld og á morgun. Meðal annars hefur Sense, fyrirtæki Nýherja, komið fyrir hátölurum upp í loft við sviðið sem vega allt að því 2 tonn. Þá eru um 400 kg bassabox sitt hvoru megin við sviðið.

Tónleikagestir ættu ennfremur að sjá vel til tónlistarfólksins á sviðinu því búið er að setja upp þrjá risaskjái fyrir ofan sviðið. Hver skjár er 16 fermetrar að stærð. Ennfremur eru 40 fermetra Led skjáir sem notaðir verða sem sviðsmynd á tónleikunum.

Um 12 þúsund miðar hafa selst á þrenna tónleika, en fyrstu tónleikarnir verða í kvöld og tvennir á morgun.

Saga Film hefur umsjón með ljós-, svið- og myndbúnaði á tónleikunum en fyrirtækið fékk Sense til þess að annast uppsetningu á hljóðbúnaði tónleikanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýherja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.