Leggur fram tillögu um ESB-atkvæðagreiðslu 10. október 2008 11:37 MYND/GVA Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að atkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið hér á landi eigi síðar en í maí á næsta ári. Jafnframt að Íslands skuli óska eftir aðildarviðræðum fari atkvæðagreiðslan þannig og náist samkomulag um inngöngu verði það borið undir þjóðaratkvæði. Birkir hafði í fjölmiðlum boðað þingsályktunartillöguna og var hún lögð fram á þingi í gær.Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður. „Stjórnarskrá lýðveldisins byggist á því grundvallarviðhorfi að uppruni ríkisvaldsins liggi hjá þjóðinni og standa ákvæði hennar ekki í vegi fyrir því að Alþingi vísi jafn viðamiklu máli og hér um ræðir til þjóðaratkvæðis. Almenningur á að fá tækifæri til að taka afstöðu til þeirra grundvallarspurninga sem eru samfara hugsanlegri Evrópusambandsaðild," segir í greingargerð með tillögunni.Birkir bendir á að skiptar skoðanir séu um málið innan allra stjórnmálaflokka á Íslandi og tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sé því leið sátta í þessu mikilvæga máli og muni jafnframt leiða til markvissari og upplýstari umræðu um kosti og galla aðildar að sambandinu.„Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu á þá leið að Íslandi beri að sækja um aðild að Evrópusambandinu verður sitjandi ríkisstjórn og Alþingi að leggja mat sitt á hvort breyta þurfi stjórnarskránni meðan á aðildarviðræðunum stendur. Sumir hafa haldið því fram að þörf sé á því til að styrkja lagagrundvöll aðildarinnar og jafnvel til að tryggja einstök samningsmarkmið Íslands. Komist á samningur í framhaldi af aðildarviðræðum þarf með hliðsjón af 21. gr. stjórnarskrár að bera hann undir Alþingi sem í samræmi við ályktun þessa yrði að taka afstöðu til fullgildingar eftir að hafa vísað málinu til þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar,“ segir Birkir.Enn fremur: „Í því efnahagsástandi og alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem Ísland býr við er nauðsynlegt að fá hið fyrsta, og ekki síðar en í maí 2009, úr því skorið hvort íslenska þjóðin sé reiðubúin að hefja viðræður við Evrópusambandið með aðild í huga. Ef þjóðin verður því samþykk fæst úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, með aðildarviðræðum, hvaða markmiðum og ávinningi Ísland gæti náð með aðild að sambandi hinna 27 fullvalda Evrópuríkja. Ef þjóðin synjar slíkum viðræðum geta stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og almenningur einhent sér í það, með fullri samstöðu allra aðila, að þróa íslenskt samfélag og efnahagsumhverfi áfram út frá þeirri stöðu sem þá blasir við." Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að atkvæðagreiðsla fari fram um aðildarviðræður við Evrópusambandið hér á landi eigi síðar en í maí á næsta ári. Jafnframt að Íslands skuli óska eftir aðildarviðræðum fari atkvæðagreiðslan þannig og náist samkomulag um inngöngu verði það borið undir þjóðaratkvæði. Birkir hafði í fjölmiðlum boðað þingsályktunartillöguna og var hún lögð fram á þingi í gær.Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðildarviðræður. „Stjórnarskrá lýðveldisins byggist á því grundvallarviðhorfi að uppruni ríkisvaldsins liggi hjá þjóðinni og standa ákvæði hennar ekki í vegi fyrir því að Alþingi vísi jafn viðamiklu máli og hér um ræðir til þjóðaratkvæðis. Almenningur á að fá tækifæri til að taka afstöðu til þeirra grundvallarspurninga sem eru samfara hugsanlegri Evrópusambandsaðild," segir í greingargerð með tillögunni.Birkir bendir á að skiptar skoðanir séu um málið innan allra stjórnmálaflokka á Íslandi og tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu sé því leið sátta í þessu mikilvæga máli og muni jafnframt leiða til markvissari og upplýstari umræðu um kosti og galla aðildar að sambandinu.„Verði niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu á þá leið að Íslandi beri að sækja um aðild að Evrópusambandinu verður sitjandi ríkisstjórn og Alþingi að leggja mat sitt á hvort breyta þurfi stjórnarskránni meðan á aðildarviðræðunum stendur. Sumir hafa haldið því fram að þörf sé á því til að styrkja lagagrundvöll aðildarinnar og jafnvel til að tryggja einstök samningsmarkmið Íslands. Komist á samningur í framhaldi af aðildarviðræðum þarf með hliðsjón af 21. gr. stjórnarskrár að bera hann undir Alþingi sem í samræmi við ályktun þessa yrði að taka afstöðu til fullgildingar eftir að hafa vísað málinu til þjóðarinnar til samþykktar eða synjunar,“ segir Birkir.Enn fremur: „Í því efnahagsástandi og alþjóðlega viðskiptaumhverfi sem Ísland býr við er nauðsynlegt að fá hið fyrsta, og ekki síðar en í maí 2009, úr því skorið hvort íslenska þjóðin sé reiðubúin að hefja viðræður við Evrópusambandið með aðild í huga. Ef þjóðin verður því samþykk fæst úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, með aðildarviðræðum, hvaða markmiðum og ávinningi Ísland gæti náð með aðild að sambandi hinna 27 fullvalda Evrópuríkja. Ef þjóðin synjar slíkum viðræðum geta stjórnvöld, aðilar vinnumarkaðarins og almenningur einhent sér í það, með fullri samstöðu allra aðila, að þróa íslenskt samfélag og efnahagsumhverfi áfram út frá þeirri stöðu sem þá blasir við."
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent