Sigurjón kveður 10. október 2008 15:42 Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kvaddi samstarfólk sitt í dag og sendi öllum starfsmönnum bankans tölvupóst. Hann hvatti starfsfólk nýja Landsbankans til þess að standa þétt við bakið á Elínu Sigfúsdóttir bankastjóra og sem hann segir engan bankamann standast snúning. Bréf Sigurjóns til starfsfólks Landsbankans er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Kæra samstarfsfólk. Mig langar á þessari stundu þegar ég læt af störfum sem bankastjóri Landsbankans að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir mjög gott samstarf undanfarin ár. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími svo ekki sé meira sagt. Við vorum búin að byggja upp ótrúlega öflugan banka og skapa gríðarleg verðmæti sem nú tapast að hluta. Því miður fylgdi baklandið ekki nægjanlega eftir og þegar það fjármálaóveður sem nú geysar hófst sáu markaðsaðilar fljótt að íslensku bankarnir, þótt sterkir væru, stæðu höllum fæti sökum takmarkaðs aðgengis að þrautarvaralánum í erlendri mynt. Háir vextir, óstöðugleiki í efnahagslífi og veikur gjaldmiðill voru ekki til að bæta stöðu mála. Jafnframt er ljóst í mínum huga að á tímum sem þessum virðast margar þjóðir hugsa einkum um eigin banka og eigin hag en gleyma stóru myndinni þar sem velgengni allra skiptir máli og erfiðleikar eins verða fljótt erfiðleikar annarra. Mitt mat er að allir hérlendis hafi á hverjum tíma gert allt sem í þeirra valdi stóð til leysa úr málum. Þetta held ég að eigi jafnt við um bankana, Seðlabankann, ríkisstjórn og fjármálaeftirlit. Staðreynd málsins er að ég held að fáir utanaðkomandi hafi viljað koma til aðstoðar og jafnvel þrengt að okkur frekar en að veita aðstoð hversu ótrúlegt sem það má virðast í ljósi stöðu Íslands meðal vestrænna þjóða. Kjarni málsins er að það voru margar samverkandi ástæður sem leiddu til þessarar niðurstöðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir snúi bökum saman og vinni að lausn mála. Núna ríður á að Íslendingar sýni samstöðu. Aðalatriðið er að vinna að áframhaldandi uppbyggingu landsins og nýta þau tækifæri sem hér eru til sjávar og sveita. Þar mun nýting hreinnar orku án efa skipa veglegan sess. Að lokum vil ég hvetja ykkur öll til að sameinast um sterka framtíðarsýn fyrir Nýja Landsbankann og styðja af krafti Elínu Sigfúsdóttur, bankastjóra. Í hennar höndum þarf maður ekki að hafa áhyggjur af framtíð Landsbankans. Enginn bankamaður stenst henni snúning það þekkja allir sem með henni hafa unnið, þar á meðal ég síðastliðin 13 ár. Ég óska ykkur góðs gengis á vandasömum tímum og mun ávallt vera boðinn og búinn til að aðstoða ykkur í hverju því máli sem ég get til að tryggja hag landsins og Landsbankans. Kær kveðja Sigurjón Árnason Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Sigurjón Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans kvaddi samstarfólk sitt í dag og sendi öllum starfsmönnum bankans tölvupóst. Hann hvatti starfsfólk nýja Landsbankans til þess að standa þétt við bakið á Elínu Sigfúsdóttir bankastjóra og sem hann segir engan bankamann standast snúning. Bréf Sigurjóns til starfsfólks Landsbankans er hægt að lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Kæra samstarfsfólk. Mig langar á þessari stundu þegar ég læt af störfum sem bankastjóri Landsbankans að byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir mjög gott samstarf undanfarin ár. Þetta hefur verið viðburðaríkur tími svo ekki sé meira sagt. Við vorum búin að byggja upp ótrúlega öflugan banka og skapa gríðarleg verðmæti sem nú tapast að hluta. Því miður fylgdi baklandið ekki nægjanlega eftir og þegar það fjármálaóveður sem nú geysar hófst sáu markaðsaðilar fljótt að íslensku bankarnir, þótt sterkir væru, stæðu höllum fæti sökum takmarkaðs aðgengis að þrautarvaralánum í erlendri mynt. Háir vextir, óstöðugleiki í efnahagslífi og veikur gjaldmiðill voru ekki til að bæta stöðu mála. Jafnframt er ljóst í mínum huga að á tímum sem þessum virðast margar þjóðir hugsa einkum um eigin banka og eigin hag en gleyma stóru myndinni þar sem velgengni allra skiptir máli og erfiðleikar eins verða fljótt erfiðleikar annarra. Mitt mat er að allir hérlendis hafi á hverjum tíma gert allt sem í þeirra valdi stóð til leysa úr málum. Þetta held ég að eigi jafnt við um bankana, Seðlabankann, ríkisstjórn og fjármálaeftirlit. Staðreynd málsins er að ég held að fáir utanaðkomandi hafi viljað koma til aðstoðar og jafnvel þrengt að okkur frekar en að veita aðstoð hversu ótrúlegt sem það má virðast í ljósi stöðu Íslands meðal vestrænna þjóða. Kjarni málsins er að það voru margar samverkandi ástæður sem leiddu til þessarar niðurstöðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir snúi bökum saman og vinni að lausn mála. Núna ríður á að Íslendingar sýni samstöðu. Aðalatriðið er að vinna að áframhaldandi uppbyggingu landsins og nýta þau tækifæri sem hér eru til sjávar og sveita. Þar mun nýting hreinnar orku án efa skipa veglegan sess. Að lokum vil ég hvetja ykkur öll til að sameinast um sterka framtíðarsýn fyrir Nýja Landsbankann og styðja af krafti Elínu Sigfúsdóttur, bankastjóra. Í hennar höndum þarf maður ekki að hafa áhyggjur af framtíð Landsbankans. Enginn bankamaður stenst henni snúning það þekkja allir sem með henni hafa unnið, þar á meðal ég síðastliðin 13 ár. Ég óska ykkur góðs gengis á vandasömum tímum og mun ávallt vera boðinn og búinn til að aðstoða ykkur í hverju því máli sem ég get til að tryggja hag landsins og Landsbankans. Kær kveðja Sigurjón Árnason
Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent