Enski boltinn

Aftur jafnt hjá Arsenal og Liverpool

Nicklas Bendtner fagnar hér jöfnunarmarki sínu fyrir Arsenal.
Nicklas Bendtner fagnar hér jöfnunarmarki sínu fyrir Arsenal.

Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1-1, á Emirates-leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Peter Crouch kom Liverpool yfir á 41. mínútu en Daninn Nicklas Bendtner jafnaði metin fyrir Arsenal á 54. mínútu.

Þetta er annar leikur liðanna á fjórum dögum en liðin skildu einnig jöfn, 1-1, á sama velli í meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Arsenal er nú í þriðja sæti deildarinnar með 71 stig, fimm stigum minna en Manchester United sem á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×