Enski boltinn

Kanu: Þetta var fyrir stuðningsmennina

Kanu var hetja Portsmouth í leiknum gegn West Brom.
Kanu var hetja Portsmouth í leiknum gegn West Brom.

Nígeríski framherjinn Nwankwo Kanu var hetja Portsmouth í leiknum gegn West Brom í dag og skaut liðinu í úrslitaleik bikarkeppninnar með sigurmarki sínu. Hann sagðist ekki hafa viljað valda stuðningsmönnum Portsmouth vonbrigðum.

"Við gerðum þetta fyrir stuðningsmennina og nú verðum við koma aftur hingað og vinna á nýjan leik fyrir þá. Ég er afskaplega glaður því ég vildi ekki valda stuðningsmönnum okkar vonbrigðum. Þeir voru stórkostlegir," sagði Kanu í viðtali á heimasíðu Portsmouth eftir leikinn.

Portsmouth hefur ekki komist í úrslitaleik bikarkeppninnar í 69 ár eða síðan 1939 og Kanu sagði það skyldu liðsins að vinna bikarinn núna. "Þegar við lentum á móti Manchester United á útivelli þá voru það ekki margir sem trúðu því að við myndum vinna. En núna iegum við möguleika og verðum að nýta hann," sagði Kanu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×