Innlent

Borgarfulltrúar VG kalla oftast inn varamenn

Þorleifur Gunnlaugsson og Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúar Vinstri grænna.
Þorleifur Gunnlaugsson og Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúar Vinstri grænna.

Borgarfulltrúar Vinstri grænna hafa oftast kallað inn varamenn fyrir sig á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur það sem af er ári ef miðað er við fjölda þeirra í borgarstjórn.

Borgarfulltrúar geta kallað inn varamenn eigi þeir ekki kost á að mæta þegar fundur í borgarstjórn hefst eða á meðan á fundi stendur.

Svandís Svavarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúar VG, hafa 21 sinni kallað inn varamenn til að koma inn í sinn stað.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru sjö og hafa þeir samanlegt 44 sinnum fengið varamenn í sinn stað. 25 sinnum hafa fjórir borgarfulltrúar Samfylkingarinnar kallað inn varamenn.

Haldnir hafa verið 19 fundir í borgarstjórn þetta árið.

Laun borgarfulltrúa skerðast ekki

Grunnlaun borgarfullrúa eru 80% af þingfararkaupi eða 449.616 krónur á mánuði. Í þeim felast að fullu greiðslur fyrir setur í nefndum og ráðum borgarinnar. Laun borgarfulltrúa skerðast ekki forfallist þeir eða mæti aðeins á hluta af tilteknum borgarstjórnarfundi.

 

1. varaborgarfulltrúar á föstum launum

Fyrstu varaborgarfulltrúar eru allir á föstum launum. Grunnlaun þeirra eru 70% af grunnlaunum borgarfulltrúa eða 314.731 krónur. Varaborgarfulltrúarnir fá launin greidd óháð því hvort þeir komi inn á einn eða fleiri borgarstjórnarfundi.









Frá fundi borgarstjórnar 21. ágúst sl.

Varaborgarfulltrúarnir eru; Sif Sigfúsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Dofri Hermannsson Samfylkingu, Sóley Tómasdóttir fyrir Vinstri græna, Marsibil Sæmundardóttir Framsóknarflokki og Margrét Sverrisdóttir fyrir F-lista.

Aðrir varamenn fá greiddar 22.481 krónur fyrir setu á fundum í borgarstjórn og gildir einu hvort viðkomandi sitji allan fundinn eða hluta af honum.

Marta hefur mætt oftar en Sif

Marta Guðjónsdóttir, þriðji varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur komið inn sem varamaður á 16 af 19 borgarstjórnarfundum. Sif hefur fimm sinnum verið kölluð inn.

Næst á eftir Mörtu kemur Sóley sem mætt hefur á 14 fundi. Því næst kemur Dofri sem hefur tíu sinnum á árinu verið kallaður inn. Á eftir honum koma Hermann Valsson, annar varaborgarfulltrúi VG, og Ragnar Sær Ragnarsson, fjórði varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem mætt hafa á sjö fundi.










Tengdar fréttir

Hanna Birna mætir best en Sigrún Elsa verst

Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur mætt verst allra borgarfulltrúa á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur það sem af er ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×