Heimildarmyndin Hver drap rafmagnsbílinn? eftir Chris Paine verður sýnd í sal 101 í Háskólanum í Reykjavík í kvöld klukkan 20 og mun leikstjórinn jafnfram sitja fyrir svörum.
Paine hefur hér á landi síðastliðna viku til þess að kvikmynda fyrir næstu mynd sína. ,,Rafmagnið rokkar, vetnið er vitleysa," segir hinn bandaríski Paine, en mynd hans Who Killed The Electric Car?, er margverðlaunuð. Hugmyndin um vetni er að hans mati leið olíuiðnaðarins til að tefja fyrir innleiðingu rafmagnsbíla svo olíufyrirtækin geti áfram ráðið markaðnum fyrir eldsneyti bifreiða.
Fram kemur í tilkynningu að Chris hafi ekið á rafmagnsbíl síðastliðinn áratug án nokkurs viðhalds og með mörgum sinnum minni rekstrarkostnaði en vinir hans sem aka bensínbílum. Orkumálastjóri hefur verið einn viðmælenda Chris hér á landi og segir hann að 10 prósent af afli Kárahnjúkavirkjunar myndi nægja til að knýja allan bílaflota Íslendinga 15.000 kílómetra á ári með rafmagni.
Þá eru forseti Íslands, vörubílstjórar, orkumálastjóri, og 4X4 klúbburinn á landsfundi sínum í Kerlingafjöllum meðal þeirra sem Chris hefur rætt við á ferðalagi sínu um landið og er samband Íslendinga við bílinn sinn, allt frá rafmagnsbílum til fjallajeppa, undir smásjánni.
Aðgangur að myndinni í Háskólanum í Reykjavík við Ofanleiti í kvöld er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.