Íslenski boltinn

Atli Heimisson: Vantaði bara gullskóinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli með verðlaunin sín. Mynd/Fótbolti.net
Atli með verðlaunin sín. Mynd/Fótbolti.net

Atli Heimisson hjá ÍBV var valinn leikmaður ársins í 1. deild en þetta var tilkynnt á hófi sem vefsíðan Fótbolti.net stóð fyrir. Atli er ungur sóknarmaður og hefur verið skæður upp við mark andstæðingana í sumar.

„Þetta kom mér virkilega á óvart. Ég bjóst við að Matt Garner (ÍBV) eða Sævar Þór Gíslason (Selfoss) myndu taka þetta. Þetta er fyrir vikið enn meira ánægjuefni," sagði Atli sem skoraði 14 mörk í 1. deildinni í sumar.

ÍBV komst upp í Landsbankadeildina og lék Atli lykilhlutverk. „Hefði ég tekið markakóngstitilinn líka þá hefði mátt kalla þetta draumasumar. En þetta var skemmtilegt, við spiluðum vel og það sem við gerðum gekk upp. Ég skilaði mínu til ÍBV og ég vona að þeir séu sáttir við mitt framlag."

„ÍBV er stórt félag á íslenskan mælikvarða eins og sást vel í útileikjunum. Það var mun meira gert úr því þegar við vorum að spila. Það bara sýnir að við eigum heima í efstu deild og það er mjög mikilvægt fyrir bæjarfélagið að liðið sé komið upp á ný," sagði Atli.

Atli er fæddur 1987 en erlend félög hafa haft augastað á honum. Gæti Atli farið í atvinnumennskuna núna eftir tímabilið? „Það er möguleiki á því. En þetta er eitthvað sem ég þarf bara að ræða við stjórn ÍBV. Ég hef mikinn áhuga á því að vera áfram í Vestmannaeyjum og leika með þeim í efstu deild," sagði Atli að lokum.


Tengdar fréttir

Heimir og Atli valdir bestir

Í dag var opinberað val á úrvalsliðum 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu. Það eru þjálfarar og fyrirliðar í deildunum sem kjósa en vefsíðan Fótbolti.net stendur fyrir kjörinu ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×