Lífið

Gillz bloggar á ensku fyrir útlenda aðdáendur

Gillz með Prince vini sínum.
Gillz með Prince vini sínum.
„Það er gríðarleg umferð að koma erlendis frá á síðuna," segir Egill „Gillz" Einarsson, sem hefur ákveðið að skrifa vikulega færslu á ensku á bloggsíðu sinni Gillz.is. Egill segir ástæðuna fyrir áhuga útlendinga á síðunni ekki síst tilkominn vegna gríðarlegra vinsælda vöðvasveitarinnar Merzedes Club. „Þegar Merzedes verður vinsælli erlendis þá neyðist ég væntanlega til að fara alfarið að blogga á ensku." bætir hann við.

En það eru fleiri ástæður fyrir tungumálavalinu. „Ég á líka svartan félaga sem heitir Prince sem spilar fótbolta með Breiðabliki," segir Egill. „Eina íslenska orðið sem hann kann er kúkur, hann skilur ekki stakt orð í íslensku. Þannig ég er líka að gera honum greiða, núna getur hann farið á Gillz.is í hverri viku og lesið póst eftir Stóra."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.