Framtíð Glanna Glæps óráðin 23. júní 2008 09:00 Stefán Karl var meðal áhorfenda á Torrey Pines-vellinum þegar Tiger Woods setti niður fugl á Opna bandaríska og tryggði sér bráðabana sem hann vann síðan. „Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Framlagi mínu til Latabæjar er lokið í bili og framhaldið er algjörlega óráðið. Sem stendur er ekki til neinn samningur milli mín og Latabæjar og því er þetta ekki í mínum höndum heldur fyrirtækisins,“ segir Stefán Karl Stefánsson, sem er nýbúinn að leika Glanna Glæp í nýjustu Latabæjarseríunni. Upphaflega stóð ekki til að framhald yrði á sjónvarpsþáttunum eftir síðustu þáttaröð en vegna mikillar eftirspurnar erlendis var ákveðið að ráðast í gerð nýrrar þáttaraðar, sem verður þó ekki með hefðbundnu Latabæjar-sniði. „Nei, þarna er meira gert út á að ná til neytandans, þættirnir eiga að stuðla að virkari þátttöku áhorfenda.“ Stefán Karl útilokar ekki að þetta hafi verið í síðasta sinn sem hann skellir hinni risavöxnu höku á sig. „Það er bara ekki í mínum höndum að ákveða það,“ segir Stefán Karl. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir nokkru var Stefán Karl fenginn til að leika The Grinch í ansi stórri leiksýningu í Bandaríkjunum. Þá stóð til að hún yrði sett upp á Broadway en að sögn Stefáns hefur verið fallið frá því í bili. Nú sé verið að skoða Baltimore og Boston og jafnvel Los Angeles á næsta ári. Enn sem fyrr segir Stefán að þetta sé ekki hans að ákveða, framhaldið sé í höndunum á umboðsmanni hans og lögfræðingi. Stóri sigurinn vannst hins vegar fyrir nokkru en þá fengu þau Stefán Karl og Steinunn Ólína, eiginkona hans, græna kortið. Þau hafa hingað til verið með bráðabirgðaleyfi en græna kortið gefur þeim mun meira frelsi. „Núna getur maður kannski fyrst farið að njóta þess að vera hérna úti og skoðað aðeins hvað það er sem maður vill virkilega gera hérna,“ útskýrir Stefán en hann segir umsóknarferlið hafa tekið þrjú ár og verið frekar strembið. „Þetta var naflaskoðun. Maður er spurður hvaða pólitísku skoðanir maður hefur, um trúarskoðanir og svo framvegis og svo framvegis. Ég er bara feginn að þessu sé loksins lokið,“ segir Stefán. Leikarinn fékk reyndar draum sinn uppfylltan í vikunni þegar hann var viðstaddur US Open-golfmótið en golfbakterían hefur náð öllum tökum á honum. „Ég stóð fimmtán metra fyrir aftan Tiger Woods þegar hann náði fugla-púttinu á átjándu á sunnudeginum og tryggði sér sæti í bráðabana. Ég nennti ekki alveg að fara á mánudeginum og fylgjast með bráðabananum því mér skildist að tæplega þrjátíu þúsund áhorfendur ætluðu að fylgja þeim,“ segir Stefán en þessu atviki á Torrey Pines hefur verið lýst sem einu af fimm mögnuðustu atvikum í golfsögunni.- fgg
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira