Lífið

Jamie Lynn klárari en Britney

Jamie Lynn Spears er greinilega öllu skarpari en Britney stóra systir sín. Að minnsta kosti þegar kemur að því að eiga við paparassana sem elta þær systur út um allt.

Frumburður Jamie Lynn kom í heiminn þann nítjánda júní undir vökulum augum slúðurspressunnar, sem beið þess í ofvæni að líta barnið augum. Tveimur dögum síðar birtu blöðin flest fréttir, og myndir, þess efnis að Spears hefði yfirgefið sjúkrahúsið og keyrt með barnið heim til mömmu sinnar í smábænum Kentwood.

Þeir sem voru raunverulega um borð í bílnum, samkvæmt heimildum OK! tímaritsins voru hinsvegar Lynn Spears mamma Jamie, kærastinn Casey Aldridge og Jamie Lynn "eftirherma". Þegar paparassahjörðin var horfin á eftir þeim lagði svo öryggisverðir af stað með hina réttu Jamie Lynn til heimilis hennar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.