Lífið

Vináttuhlaupið nær í mark í Reykjavík á morgun

World Harmony Vináttuhlaupið á Íslandi nálgast nú endamark sitt, en á morgun, sunnudag 8. júní, verður hlaupið alla leið inn í Reykjavík.

Hápunktur morgundagsins verður þó þegar synt verður yfir Hvalfjörðinn með logandi Vináttukyndilinn. Sjósundið hefst kl.15.30 við Grundartanga (Katanes) og er komið yfir þar sem heitir Eyrarkot kl.16.45.

Það eru sjósundgarpar úr ýmsum áttum sem ætla að þreyta þetta sund, sem getur orðið þónokkur þrekraun, sérstaklega ef vont er í sjóinn.

Hvatinn að sundinu er hugsjónir Vináttuhlaupsins um vináttu og skilning manna og menningarheima á milli.

Á mánudaginn munu Vináttuhlaupararnir heimsækja krakka á leikja- og íþróttanámskeiðum í Reykjavík. Hlaupinu lýkur svo formlega á mánudag kl.14 á Austurvelli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.