Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 11. júlí 2008 11:45 Bjargvætturinn Björn Bjartmarz. Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira