Bjargvættur Víkinga tekur fram skóna í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 11. júlí 2008 11:45 Bjargvætturinn Björn Bjartmarz. Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir á vallarsvæði Víkings í Fossvoginum í kvöld en þá mun Björn Bjartmarz klæðast Víkingsbúningnum á nýjan leik. Björn er lifandi goðsögn hjá Víkingum eftir að hafa tryggt þeim Íslandsmeistaratitilinn 1991. Bjargvætturinn, eins og Björn er kallaður, mun leika með Berserkjum, varaliði Víkings, sem tekur á móti KFR í 3. deildinni. Heljarinnar umgjörð verður í kringum þennan leik en Víkingar munu slá upp veislu. „Það verður allt lagt upp með að ég skori í kvöld. Ég er búinn að tala við strákana og þeir vita alveg á hvern þeir eiga að gefa. Ég er búinn að þjálfa þá alla svo þeir þora ekki öðru en að hlýða," sagði Björn sem orðinn er 46 ára. Hann átti magnaða innkomu gegn Víði í Garði 1991 og skoraði markið sem færði Víkingum titilinn. Hann hóf að þjálfa 1988 og hefur gert það síðan. Hann er því einnig að halda upp á 20 ára þjálfunarafmæli sitt en nær allir leikmenn Berserkja hafa verið undir hans leiðsögn. „Ég veit ekki hvernig byrjunarliðið verður en ég allavega rétt slapp í hópinn. Þetta verður virkilega skemmtilegt og heljarinnar hátíð. Við vonumst eftir góðri mætingu en það er allavega góð stemning í hverfinu," sagði Björn við Vísi. „Ég bara man ekki hvenær ég lagði skóna á hilluna, það er svo rosalega langt síðan. Formið er ekkert sérstakt í dag. Ég hef verið aðeins meiddur í hnénu svo ég hef ekki getað æft á fullu."Kristinn Jakobsson dæmirBerserkir verða í góðum gír í kvöld.Björn Bjartmarz mun koma með sitt eigið starfslið á bekkinn en liðstjórar verða fyrrverandi leikmennirnir Atli Einarsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Læknir verður Víkingslæknirinn til margra ára, Gunnar Rúnar Sverrisson.Hvergi er til sparað við umgjörðina á leiknum og mun Kristinn Jakobsson, okkar færasti dómari, vera með flautuna. Reyndasti aðstoðardómarinn í bransanum Einar K. Guðmundsson verður á annari línunni og fyrrverandi FIFA-aðstoðardómarinn Haukur Ingi Jónsson á hinni.Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld en klukkutíma áður hefst dagskráin á Víkingsvelli. Grillað verður fyrir leik og mun meistaraflokkur karla hjá Víkingi sjá um að grilla ofan í liðið. Leikmenn úr meistaraflokki HK/Víkings í kvennaflokki munu svo ganga á undan liðunum inn á völlinn. Eftir leik verður svo mikið skrall í Víkinni.Þess má geta að Berserkjum hefur gengið mjög vel í 3. deildinni það sem af er sumri og trjóna á toppi síns riðils. Tvö efstu liðin í lok sumars munu fara í umspilið um sæti í 2. deild.Myndbönd frá því þegar Víkingur varð meistari 1991:Björn Bjartmarz kemur Víkingi yfir 2-1Björn Bjartmarz kemur Víkingi í 3-1Fagnaðarlætin þegar titillinn var í höfn
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira