Lífið

„Við erum vinsælir í fimmtugsafmælum," segir Siggi Hlö

Sigurður Hlöðversson.
Sigurður Hlöðversson.

„Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Ekkert kompaní, fyrirtæki eða neitt þess háttar," svarar Sigurður Hlöðversson aðspurður um nýjan vef sem hann opnaði ásamt félögum sínum sem starfa allir sem plötusnúðar.

„Við spilum allir sömu músíkina: nostalgíu blöðrumúsík sem allir þekkja. Já við erum allir tengdir. Þetta eru ég og vinir mínir Valli Sport og Kiddi Bigfoot, svo er það Foxinn en hann er svili minn."

Sigurður stýrir útvarpsþætti á Bylgjunni, Veistu hver ég var ? á laugardögum klukkan: 16.00 - 18.30.

„Við tengjumst allir og höfum alltaf verið að vísa á hvorn annan. Þannig að við ákváðum að setja upp vefsíðu þar sem fólk getur fundið okkur."

„Það má segja að við séum plötusnúðar fullorðna fólksins. Við erum mjög vinsælir í fertugs- og fimmtugsafmælum.," segir Sigurður að lokum.

Slóð á nýja vefinn: http://www.boogienights.is/








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.