Innlent

Fór úr axlarlið í Hörgárdal

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Súlur - björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út fyrr í dag vegna manns sem fór úr axlarlið þegar hann var á ísklifurnámskeiði við Einhamar í Hörgárdal.

Um 15 björgunarsveitarmenn fóru á staðinn og var notuð dráttarvél til að koma manninum yfir mestu ófærurnar og á sem var á leiðinni. Gekk greiðlega að koma manninum niður og í sjúkrabíl sem flutti hann á sjúkrahús á Akureyri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×