Innlent

Þrumur og eldingar á Hvolsvelli

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur

Bæjarbúar á Hvolsvelli urðu varir við þrumur og eldingar um klukkan fjögur í dag. Það er ekki á hverjum degi sem það gerist enda höfðu nokkrir bæjarbúar samband við Vísi og létu vita af þessu.

Himinn lýsti nokkuð við eldingarnar og hafði lögreglumaður í bænum það á orði við Vísi að honum hefði brugðið nokkuð og haldið að verið væri að taka af sér mynd.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×