Innlent

Dagur víðförlastur borgarfulltrúa

Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur ferðast langmest allra borgarfulltrúa á kostnað borgarinnar, frá árinu 2005.

Ferðakostnaður hans nemur tæpum þremur komma fjórum milljóna króna. Næst mesta kostnað ber borgin af ferðalögum Gísla Marteins Baldurssonar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, en hann ferðaðist fyrir rösklega tvær og hálfa milljón á sama tímabili og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í þriðja sæti með rúmar tvær komma tvær milljónir í ferðakostnað.

Þetta kemur fram í svari borgarstjóra við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar fyrrverandi borgarstjóra, sem ásamt Sigrúnu Elsu Smáradóttur eyddi minnstu í ferðalög á kostnað borgarinnar, eða rúmlega hundrað og fjórum þúsundum króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.