Íslenski boltinn

Guðjón: Sorgardagur fyrir Skagamenn

Guðjón Þórðarson
Guðjón Þórðarson
"Þetta er sorgardagur fyrir Skagamenn, en í öllu mótlæti felast tækifæri," sagði Guðjón Þórðarson fyrrum þjálfari ÍA þegar Vísir spurði hann út í fall liðsins úr Landsbankadeildinni.

Við spurðum Guðjón hvort hann teldi að hann hefði náð að halda ÍA uppi ef hann hefði haldið áfram að þjálfa liðið. Guðjón vildi lítið tjá sig um það.

"Það reyndi bara aldrei á það, en ég hafði mínar skoðanir á því. Í dag skiptir það engu máli - það er farsælast að halda sig við staðreyndir," sagði Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×