Innlent

Rauður garðaprjónshólkur við Stjórnarráðið

Neðst á staurnum má sjá umræddan garðaprjónshólk.
Neðst á staurnum má sjá umræddan garðaprjónshólk.

Rauður garðaprjónshólkur hefur birst á staur við bílastæði forsætisráðherra fyrir utan Stjórnarráðið.

Prjónalausnir, friðsamlegur og skapandi aðgerðahópur, lýsir gjörningnum á hendur sér.

Prjónalausnir hvetja ríkistjórn Íslands og ráðafólk allt til þess að líta sér nær og nota hugmyndaflugið þegar leitað er lausna við þeim vandamálum sem steðja að þjóðinni. Verið skapandi og óhrædd við nýjar uppskriftir og nýjan efnivið. Maður fitjar aldrei upp til einskis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×