Innlent

Tvö óhöpp á Reykjanesbraut

Tvö umferðaróhöpp urðu á Reykjanesbrautinni við mislægu gatnamótunum við Vogaveg snemma í morgun. Að sögn lögreglu hafnaði bifreið utan í vegrið eftir að ökumaður hafði misst stjórn á bifreiðinni í krapa, sem var á brautinni.

„Hinni bifreiðinni var ekið yfir vegriðið, sem er á brúnni og steyptist bifreiðin niður á akbrautina fyrir neðan. Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Bifreðin var mikið skemmd eftir óhappið og var flutt af vettvangi með kranabifreið," að því er lögregla segir.

Þá var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurveginum. Hann mældist á 113 km/klst. en þar er hámarkshraðinn 90 km/klst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×