Innlent

Söfnuðurinn klofinn í máli Gunnars

Þó að séra Gunnar Björnsson hafi verið sýknaður af ákærum um kynferðisbrot gegn sóknarbörnum sínum í gær er ekki víst að hann snúi aftur til starfa sem prestur á Selfossi. Söfnuðurinn er klofinn í málinu.

Séra Gunnari var gefið að sök að hafa brotið gegn tveimur sóknarbörnum sínum þegar þær voru 15 ára gamlar. Upphaflega kærðu fimm stúlkur en mál þriggja voru látin niður falla.

Samkvæmt ákærum átti Gunnar að hafa strokið annari stúlkunni á baki utanklæða og látið þau orð falla að straumar streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Hina stúlkunna átti hann að hafa kysst nokkrum sinnum á kinnina og reynt að kyssa hana á munninn og látið þau orð falla að hann væri skotinn í henni og að stúlkan væri falleg.

Séra Gunnar viðurkenndi ákveðinn hluta af þessari háttsemi en segist ekki hafa gengið jafn langt og stúlkurnar lýstu fyrir dómi.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að orð stæði gegn orði og sýknaði Gunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×