Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkar um 5,3%

Samtals komu 846 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á tímabilinu janúar til nóvember í ár borið saman við 893 þúsund farþega á sama tímabili í fyrra. Þetta er 5,3% samdráttur.

Síðastliðna 12 mánuði, til loka nóvember, komu 899 þúsund farþegar til landsins og er það 4,6% samdráttur frá 12 mánuðum þar á undan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×