Lífið

Með djarft dansatriði á Grímunni

Guðjón Davíð Karlsson verður kynnir á Grímunni í kvöld og félagi hans Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Guðjón Davíð Karlsson verður kynnir á Grímunni í kvöld og félagi hans Jóhannes Haukur Jóhannesson.

„Það gengur bara rosalega vel. Ég og Jói (Jóhannes Haukur Jóhannesson) erum núna á leiðinni á generalprufu í Þjóðleikhúsinu." segir Guðjón Davíð Karlsson leikari þegar Vísir spyr út í undirbúning fyrir kvöldið en hann og Jóhannes sjá um að kynna á Grímunni sem verður haldin hátíðleg í sjötta sinn í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

„Við Jói ætlum að halda utan um þetta og erum með nokkur atriði sjálfir líka. Við erum búnir að skrifa handrit og reyna að læra það utan að. Við höfum verið á stífum dansæfingum og svona. Þetta er búið að taka vel á."

„Við verðum í mjög plein jakkafötum og með djarft dansatriði líka. Svo verður Grímuball eða réttara sagt ball Grímunnar í Þjóðleikhúskjallaranum eftir verðlaunaafhendinguna og þar mun Leikhúsbandið spila. Í bandinu eru strákar frá Akureyri, ég og Halli (Hallgrímur Ólafsson) þannig að það er um að gera að horfa á Grímuna í sjónvarpinu og skella sér svo í Þjóðleikhúskjallarann og dansa fram á rauða nótt," segir Guðjón spenntur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.