Lífið

Enginn iPhone fyrir Íslendinga - skýringin fundin

sev skrifar
Landakort Steve Jobs. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Landakort Steve Jobs. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.
Tækninerðir landsins hafa líklega margir grátið sig í svefn þegar fréttist að ofurgræjan iPhone 3G muni ekki fást á Íslandi í bráð. Miklar vangaveltur spunnust um málið, og voru ímyndaðar ástæður iPone leysisins allt frá litlu markaðssvæði til hámarksverðs á græjunni sem rímaði illa við íslensk tollalög. Skýringin gæti mögulega verið einfaldari. Landafræðiþekking eða -skortur, þeirra Apple manna.

Meðfylgjandi mynd var tekin á þegar Steve Jobs forstjóri Apple kynnti símann, og eru þau lönd þar sem hann mun fást merkt með rauðu. Sérstaka athygli Frónbúa vekur að ekki einungis er Ísland ekki rautt. Það er ekki á kortinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.