Lífið

Brynhildur er leikskáld og leikkona ársins

Brynhildur Guðjónsdóttir
Brynhildur Guðjónsdóttir

Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona kom sá og sigraði á Grímunni, íslensku leiklistarverðlaununum, sem afhent voru í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Brynhildur var valin leikskáld ársins fyrir Brák sem sýnt hefur verið á Landnámssetrinu. Brynhildur var einnig valin leikkkona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þeirri sýningu. Leiksýning ársins var hins vegar valin Hamskiptin eftir Kafka sem Vesturport setti upp í samvinnu við Þjóðleikhúsið, Gísli Örn Garðarsson og David Farr leikstýrðu.

Leikstjóri ársins var Kristín Eysteinsdóttir fyrir Þann ljóta í Þjóðleikhúsinu en leikari ársins Þröstur Leó Gunnarsson fyrir leik sinn í Ökutímum Leikfélags Akureyrar.

Ólafur Darri Ólafsson var kjörinn auka­leikari ársins fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu Þjóðleikhússins og Ilmur Kristjánsdóttir fyrir hlutverk sitt í leiksýningunni Ívanov í sviðssetningu Þjóðleikhússins.

Heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands hlaut Þuríður Pálsdóttir fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.