Innlent

Enginn lyfjaskortur í landinu

Ekki er hætta á því að nauðsynleg lyf verði uppurin. Lyfjabirgðir Landspítalans eru í eðlilegu horfi og forsvarsmenn lyfjafyrirtækja bera sig nokkuð vel.

Landspítalinn kaupir inn lyf einu sinni til tvisvar í mánuði og birgðir af svokölluðum neyðarlyfjum eru tryggðar. Þá eru ákveðnar neyðarlínur opnar sem þýðir að hægt er að flytja lyf til landsins á 24 tímum sé þess þörf.

Innflytjendur lyfja eiga einnig öryggisbirgðir. Stðan er góð hjá Actavis og sama svar fæst frá Margréti Guðmundsdóttur, forstjóra Icepharma.

Lyfjafyrirtækin njóta ákveðinnar fyrirgreiðslu þessa daga því samkvæmt reglum um gjaldeyrishöft sem sem Seðlabankinn lagði á fyrir helgi eiga kaup á lyfjum að ganga fyrir.

Margrét segir Icepharma hafa fengið að bíða með greiðslur til birgja þar til gengið verði rétt. Skilaboð frá lyfjageiranum til stjórnvalda eru þau sömu og annarra í atvinnulífinu. Fyrirtækin þurfa að geta fengið erlenda mynt og á gengi sem er viðráðanlegt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×