Lífið

CSI löggur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Jóna Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Grétar Karlsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Harpa Kristín Einarsdóttir, Ragnar Jónsson og Björgvin Sigurðsson.
Mynd: logreglan.is
Jóna Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Grétar Karlsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Harpa Kristín Einarsdóttir, Ragnar Jónsson og Björgvin Sigurðsson. Mynd: logreglan.is

Tveir starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Fjölbrautaskóla Suðurnesja á dögunum og kynntu þar störf sín fyrir hópi nemenda.

Frá þessu er greint á vef lögreglunnar.

Þar segir að innlit þeirra Ragnars Jónssonar og Björgvins Sigurðssonar hafi vakið verðskuldaða athygli en rannsóknarvinna þeirra getur skipt öllu máli þegar sakamál eru upplýst.

Ragnar er blóðferlasérfræðingur en Björgvin er sérfræðingur á líftæknisviði.

Erindum þeirra mun hafa verið afar vel tekið en í lokin fengu þeir ófáar spurningar frá fróðleiksþyrstum nemendum og kennurum.

Ein var á þá leið hvort störf þeirra væru eitthvað í líkingu við það sem sjá má í bandarískum sjónvarpsþáttum á borð við CSI.

Félagarnir aftóku það með öllu og sögðu að raunveruleikinn væri nú oftast dálítið annar en sá sem birtist í sjónvarpsþáttum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.