Innlent

Einn áfram í haldi vegna Skúlagötumáls

MYND/Andri

Annar mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að mannsláti á Skúlagötu, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. september. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar. Sá er á fimmtugsaldri.

Karlmanni á sextugsaldri sem einnig sat í gæsluvarðhaldi hefur hins vegar verið sleppt. Mennirnir sátu báðir að sumbli með hinum látna í íbúð hans tveim dögum áður en hann fannst látinn síðastliðið mánudagskvöld. Þeir tveir eru taldir vera þeir síðustu sem sáu hinn látna á lífi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×