Lífið

Sádar baða sig í Bláa lóninu eftir lokun

Bláa lónið.
Bláa lónið.

Sendinefnd ráðgjafarþings Sádi-Arabíu heimsótti Bláa lónið í gær eftir hefðbundinn opnunartíma.

,,Það gekk allt rosalega vel og þeir voru glimrandi ánægðir. Að þeirra sögn var þetta mögulega hápunktur ferðarinnar," segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins.

Dagný segir ekkert óeðlilegt við það að hópurinn hafi komið eftir lokun. Slíkt gerist oft og er hlut af þjónustunni sem Bláa lónið bíður upp á. ,,Við opnum fyrir eða eftir opnum því það eru eru oft hópar sem heimsækja okkur þar sem opnunartíminn hentar ekki alltaf öllum," segir Dagný.

Samkvæmt upplýsingum hjá Alþingi nýta hópar sem heimsækja þingið sér gjarnan þennan möguleika í þjónustu Bláa lónsins. Kostnaður við heimsóknina greiðist af Alþingi.

Sendinefnd þingsins hefur verið hér á landi síðan á föstudag. Hún hefur meðal annars hitt Ólaf Ragnar Grímsson og Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.