Innlent

Jóhanna: Málefni fatlaðra í forgangi

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, segir málefni fatlaðra vera í forgangi hjá sér. ,,Málefni fatlaðra hafa verið í forgang hjá mér og þannig verður það áfram. Stoðþjónustan hefur verið efld og á milli 800 og 900 milljónir voru settar aukalega í málaflokkinn," segir Jóhanna.

Foreldrar og fagaðilar hafa undanfarið gagnrýnt yfirvöld fyrir úrræðaleysi í málaflokknum og segja mikinn skort vera á úrræðum varðandi búsetu og atvinnu á Suðurnesjum.

Jóhanna segir að með tilkomu nýrrar skammtímavistunar verði vandi barna á Suðurnesjum leystur sem nú þegar hafa ekki þjónustu. Ekki er búið að taka ákvörðun um staðsetningu skammtímavistunarinnar.

Þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu og hugsanlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda segir Jóhanna að hún muni reyna að tryggja að þjónustan skerðist ekki heldur verði þvert á móti efld.

Fyrirhugað er að málefni fatlaðra færist yfir til sveitarfélaganna árið 2011. ,,Erfiðasti hluti tilfærslunnar eru fjármagnsflutningar til sveitarfélaganna," segir Jóhanna og bætir við að hún sé sannfærð um að breytingin muni skila sér í betri þjónustu fyrir fatlaða og aðstandendur þeirra.


Tengdar fréttir

Kerfið er á hraða snigilsins

Foreldraráðgjafi Þroskahjálpar á Suðurnesjum segir að ástandið á svæðinu sé afar slæmt. ,,Kerfið er á hraða snigilsins og fylgir ekki eftir þörfinni hverju sinni."

Foreldrar fatlaðra barna missa trú á kerfinu

Foreldraráðgjafi hjá Sjónarhóli segir foreldra og aðstandendur einstaklinga með þroskahömlun sem þurfa að leita eftir aðstoð missa á endanum trú á kerfinu. ,,Foreldrar tala um endalausa bið sem geri þá uppgefna. Í framhaldinu missa þeir trú á kerfinu og stuðningsnetinu sem hefur alvarlegar afleiðingar."

Árni stendur með foreldrum fatlaðra

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vita að aðstæður foreldra fatlaðra barna eru ,,víða erfiðar og við viljum standa með þeim."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×