Lífið

Súpermódel hneykslar með ófullkomnum líkamsvexti

Á myndunum sést berlega hve ofvaxin fyrirsætan er orðin.
Á myndunum sést berlega hve ofvaxin fyrirsætan er orðin.
Það er ekki víst að tékkneska ofurfyrirsætan Karolina Kurkova hlaupi til næst þegar henni verður boðið til Brasilíu. Kurkova kom fram á tískuvikunni í Sao Paulo á dögunum og olli áhorfendum gríðarlegum vonbrigðum ef marka má brasilísku blöðin.

Eitt blaðanna segir fólk hafa fengið „áfall" þegar það sá alla gallana á líkamslagi fyrirsætunnar, appelsínuhúð og aukakíló. Annað húðskammar hana fyrir bakfitu og skvap. Engin furða svosem að stúlkan sé farin að slappast enda orðin 24 ára. Nánast á grafarbakkanum á mælikvarða fyrirsætubransans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.