Innlent

Forsetinn frestar opinberri heimsókn til Þýskalands

MYND/Hrönn
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur í samráði við ríkisstjórnina ákveðið að fresta opinberri heimsókn sinni til Þýskalands, en hún var fyrirhuguð síðar í þessum mánuði.

Forsetinn sendi Horst Köhler forseta Þýskalands bréf þessa efnis í gær eftir því sem segir í tilkynningu forsetaembættisins. Eins og fram hefur komið heimsækir forsetinn þessa dagana fyrirtæki og stofnanir til þess að stappa stálinu í þjóðina á þessum erfiðu tímum. Sparisjóðirnir verða heimsóttir í hádeginu og þá er ætlunin að heimsækja Mjólkursamsöluna síðar í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×