Innlent

Seðlabankinn nýtir gjaldeyrisskiptasamninga við norræna banka

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að nýta sér gjaldeyrisskiptasamninga sem gerðir voru við Seðlabanka Noregs og Danmerkur fyrr á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar kemur fram að samningarnir nemi 400 milljónum evra, 200 milljónum frá hvorum banka. Þetta er jafnvirði um 60 milljarða króna samkvæmt gengi Seðlabankans í dag.

Það var þann 16. maí sem Seðlabanki Íslands gerði tvíhliða gjaldeyrisskiptasamninga við Seðlabanka Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur. Hver samningur um sig veitti aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða alls 1,5 milljarða evra. Það er því ljóst að enn geta stjórnvöld fengið 1,1 milljarða evra samkvæmt samningunum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×