Lífið

Fyrsti kiðlingur vorsins í Húsdýragarðinum

Huðna og afkvæmið.
Huðna og afkvæmið.
Huðnan Perla í húsdýragarðinum boðaði komu vorsins í gær, þegar hún bar myndarlegum gráhöttóttum hafri. Og fjölgaði þar með íbúum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins um einn.

Í tilkynningu frá húsdýragarðinum segir að geitburður hefjist nú með fyrra falli og að leita þarf aftur til ársins 1999 að kiðlingum svo snemma í mars mánuði hjá Húsdýragarðsbændum.

Meðgöngutími huðna er 5 mánuðir og þær eignast venjulega einn til tvo kiðlinga í einu. Hvort fleiri huðnur ætli að feta í fótspor Perlu verður að koma í ljós en frjálsar ástir tíðkast í geitahópnum. Aftur á móti má búast við að sauðburður hefjist í kringum 10. maí.

Geitur eiga sér langa sögu á Íslandi. Þær komu hingað með fyrstu landnáms-mönnunum, líkt og nautgripir, hross og sauðfé. Nú eru fáar geitur eftir á Íslandi eða um 300 en í kringum 1930 voru þær um 3.000 talsins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.