Lífið

Flutt á slysadeild eftir óhapp á æfingu

Breki Logason skrifar
Sólveig Arnarsdóttir leikkona
Sólveig Arnarsdóttir leikkona

„Ég hef það nú bara alveg ágætt," segir Sólveig Arnarsdóttir leikkona sem slasaðist á æfingu í Þjóðleikhúsinu í gær. Hún var að æfa verk sem nefnist Engispretturnar þegar óhappið varð.

„Það áttu að kvikna ljós á sviðinu en það gerðist ekki og því var niðamyrkur. Síðan átti að toga í spotta þannig að ljósrá færi upp en í staðinn fór hún niður og lenti á bakinu á mér," segir Sólveig sem var flutt á slysadeild í kjölfarið.

„Þetta var bara smá mar, bólgur og tak í hálsi. Þetta er ekkert lífshættulegt," segir Sólveig sem brá skiljanlega við atvikið. Hún segir svona geta gerst í hvaða vinnu sem er og talar um mannleg mistök.

Sýningin Engispretturnar er alveg frábær að hennar mati en það er móðir Sólveigar, Þórhildur Þorleifsdóttir, sem leikstýrir verkinu. „Við frumsýnum verkið strax eftir páska og allir eru mjög spenntir. Það er í raun langt síðan maður hefur komist í annað eins verk eins og þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.