Lífið

Gleraugun skyggðu á Íraksinnrás

Gleraugun eru þau sömu og síðast.
Gleraugun eru þau sömu og síðast.
„Ég bara fékk í augað," segir Logi Bergmann Eiðsson, sem vakti athygli áhorfenda Stöðvar 2 í hádeginu þegar hann las fréttirnar með forláta gleraugu. Logi hefur verið með linsur síðan hann var sautján ára gamall, og er ekki hrifinn af því að ganga með gleraugu.

Síðast notaði Logi gleraugu þann 20. mars árið 2003, daginn sem að Bandaríkjamenn réðust inn í Írak. „Innrásin fór framhjá mönnum," segir Logi, en hann las sérstakan aukafréttatíma með gleraugun, sem vöktu ívið meiri athygli en brölt bandaríska hersins við Persaflóann.

Aðspurður hvort augnsýkingin sé ekki forboði stórfrétta segist Logi draga það stórlega í efa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.