Innlent

Skilorðsbundinn dómur fyrir vítavert aksturslag

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sektað hann um 120 þúsund krónur og svipt ökuleyfi fyrir umferðarlagabrot og líkamsmeiðingar af gáleysi.

Samkvæmt ákæru ók maðurinn bíl allt of hratt og óvarlega miðað við aðstæður á Akureyri og tók fram úr tveimur bílum þar sem framúrakstur var bannaður í beygju. Ökuferðin endaði með því að maðurinn missti stjórn á bílnum og bíllinn hafnaði fyrst á tveimur ljósastaurum, fór síðan nokkrar veltur í götukantinum og gangstéttinni við hlið götunnar og endaði á grjótgarði þar skammt frá.

Við þetta hlutu tveir farþegar ýmis meiðsl, þar á meðal tognun á hálsi og hrygg, höfuðhögg og heilahristing. Ökumaðurinn játaði sök fyrir dómi sem sagði aksturslag mannsins vítavert þannig að svipta bæri hann ökuréttindum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×