Innlent

Missti meðvitund í háloftunum

Rétt fyrir kl. 16:00 lenti fugvél frá Continental flugfélaginu á Keflavíkurflugvelli vegna veikinda eins farþega um borð. Hann hafði misst meðvitund á meðan á flugi stóð og ákvað flugstjórinn að lenda í Keflavík.

Farþeginn var kominn til meðvitundar er vélin lenti og var farþeginn fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnu Suðurnesja til skoðunar.Vélin var að koma frá Þýskalandi og á leið til Bandaríkjanna.

Þá notaði flugstjórinn tækifærið og vísaði tveimur farþegum frá borði vegna ölvunar og óspekta um borð. Var hér um að ræða tværi bandarískar konur, sem fengu hér óvænta dvöl á Íslandi en þær þurfa sjálfar að verða sér úti um far til Bandaríkjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×