Bubbi Morthens er í þann mund að stíga á stokk á Austurvelli á samstöðutónleikum sem hann hafði boðað til.
Um hundrað manns eru mættir til að hlýða á boðskap Bubba og að sögn blaðamanns Vísis sem staddur er á Austurvelli ríkir góð stemmning hjá þeim sem mættir eru og er beðið eftir kónginum.
Bubbi og hljómsveit ásamt Buffinu spilar á tónleikunum. Ný dönsk og Sprengjuhöllin sem auglýstar voru á mánudaginn hafa afboðað komu sína. Líklegast bætast einhverjir tónlistamenn í hópinn en ekki er nánar vitað um það.