Erlent

Flest börn vilja banna hjónaskilnaði

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Laufás

Bann við hjónaskilnuðum er það sem flest börn myndu leiða í lög ef þau fengju að ráða. Þetta kemur fram í nýrri breskri könnun sem lögð var fyrir 1.600 börn.

Hjónaskilnaðir náðu einnig öðru sætinu á lista yfir verstu fyrirbæri sem börnin gátu hugsað sér en offita trónir á toppnum. Tveir þriðju hlutar barnanna kváðust vera hamingjusöm en 27 prósent voru það ekki. Þá gátu tæp sjötíu prósent vel hugsað sér að eignast börn, flest eitt eða tvö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×